Kóreanskar Húðsnyrtivörur
Share
Undanfarin ár hafa kóreanskar húðsnyrtivörur tekið Vesturlönd með stormi og njóta þær gífurlegra og verðskuldaðra vinsælda. Vörurnar hafa fengið einróma lof fyrir árangursrík og hrein innihaldsefni sem skaða hvorki umhverfið né dýr. Það hefur ekki farið framhjá neinum að Austur Asíulönd hafa verið leiðandi aðilar þegar það kemur að tækniþróun í byltingarkenndum húð- og förðunarvörum. Kóreumenn eru þekktir fyrir að sameina nýjar uppfinningar og aðferðir úr fornri austurlenskri þekkingu á lækningarjurtum.
Kóreönsk húðumhirða er byggð á ríkri hefð fyrir fegurð og vellíðan með því að hugsa vel um sjálfan sig. Saga þess má rekja aftur til 57 f.Kr til 668 e.Kr. þegar postulínshúð átti eingöngu við þau ríku, kónga- og hástéttarfólk sem þurfti ekki að sinna útivinnu eins og almenningur.
Hugmyndafræðin um hina óaðfinnanlegu húð hefur fest rætur í kóreönsku samfélagi og húðumhirðurútína þjónar ekki einungis konum, heldur hefur hún einnig náð til karla. Heilbrigð og ljómandi húð er dýrkuð og dáð og talið er að falleg húð endurspegli innri stöðugleika mannsins. Til að ná fram óaðfinnanlegri og heilbrigðri húð eru Kóreumenn óhræddir við að prófa sig áfram með nýjunga í húðvörum.
Vinsældir þessarar vöru hafa aukist á Vesturlöndum síðustu misseri einmitt vegna þeirrar frumlegu nýsköpunar í fegurðar- og snyrtivöruiðnaðinum. Það gerir kóreanskar húðsnyrtivörur að hágæða vörum á viðráðanlegu verði miðað við álíka vestrænar snyrtivörur.