Af hverju notum við sólarvörn daglega?

Af hverju notum við sólarvörn daglega?

Húðin er stærsta líffæri mannslíkamans og sinnir fjölmörgum varnar- og stjórnunaraðgerðum. Uppbygging húðarinnar samanstendur af þremur meginlögum, ysta lagið er yfirhúð (epidermis) sem við þekkjum einnig nú til dags sem húðþekju, undir henni er leðurhúðin (dermis) og neðsta lagið liggur undirhúð (hypodermis). Frumurnar sem eru yst í yfirhúðinni (epidermis) eru dauðar og flagna stöðugt af. Dýpra í yfirhúðinni eru lifandi frumur að skipta sér í sífellu og sjá til þess að ysta lagið sé í stöðugri endurnýjun. Húðhindranir eru aðallega í húðþekju og viðhalda jafnvægi í húðinni og vernda líkamann gegn fjölmörgum utanaðkomandi þáttum, svo sem útfjólubláum (UV) geislum, líkamlegu álagi og efnafræði- og umhverfisþáttum.
Rannsókn hjá húðlækningadeild háskólans í Granada á Spáni hafa sýnt fram á að sólarvarnarnotkunar hafi góða áhrif á húðroða, malanín framleiðslu, hefur bólgueyðandi og styrkjandi áhrif á húðþekjuna (skin barrier)
Flestar sólarvarnir hafa breiðvirka vörn gegn UVA og UVB geislum, þar sem 95% af UV geislum geta farið dýpra en húðþekjan og valdið ótímabærri öldrun húðfrumna. Húðin okkar vinnur að því að vernda okkur gegn skaðlegum útfjólubláum geislum. Jafnvel á skýjuðum dögum fer um 80% sólargeisla í gegnum skýjahuluna og á húðina okkar. Langtíma berskjöldun fyrir sólinni með litla sem enga vörn getur valdið skemmdum á elastíni, kollageni og húðfrumum. 
Húðin er næm fyrir geislum sólarinnar og ef við verndum hana ekki getur það leitt til litabreytinga, hrukkna og jafnvel húðkrabbameins. Fleiri góðar ástæður til þess að nota sólarvörn eru einnig til að komast hjá fínum línum, hrukkum og leðurkenndri húðáferð sem geta komið fram síðar á ævinni. Þessi litasvæði eru oft kölluð „sólblettir“ sem verða til þegar við verðum sólbrún og verða sýnilegri og versna á efri árum. Ljósöldrun hjá þeim sem eyða miklum tíma í sólinni án sólarvarnar er mun algengari hjá hópnum milli tvítugs og þrítugs.
Sólarljós getur einnig magnað upp ákveðna húðkvilla eins og rósroða, exem eða bólur (sólar bólur). Þeir sem þjást af psoriasis og rósroða ættu að taka notkun sólarvarnar alvarlega vegna útfjólublárra geisla sem geta valdið sársaukafullum bólgum. Ef þú ert með mjög viðkvæma húð er mælt með mildum innihaldsefnum eins og sinkoxíði og/eða títantvíoxíði (zink oxide & titanium dioxide). Gott að forðast að nota sólarvarnir í spreyumbúðum eða úðaformi þar sem þær geta verið úr sterkum formúlu.
Vert er að taka það fram að höfundur er áhugamaður um húðheilbrigði og húðumhirðu vegna síns eigin húðvanda en er ekki húðlæknir að mennt.
Ef þú ert í miklum erfiðleikum með húðina þína mælum við alltaf eindregið með því að leita til læknis eða annarra fagaðila.

 

Aftur á bloggið