UM OKKUR

28 GLOW var stofnuð vegna áralangrar ástríðu fyrir heilbrigðum lífsstíl, en fyrst og fremst vegna mikils áhuga á hreinum, vegan húðvörum sem tengjast ekki tilraunum á dýrum og skaða hvorki menn né umhverfi. En einnig vegna gríðarlegs áhuga á að fræðast um húðheilbrigði og innihaldsefni. Eftir margra ára vandræðagang í húðheilbrigði og sem virkur neytandi á húðvörumarkaðnum var árangurinn lítill sem enginn. Mikið var lagt í persónulega rannsóknarvinnu og leitinni var lokið með Suður-Kóreskum húðvörur. Síðan þá kviknaði sú hugmynd að hjálpa og veita öðrum sömu tækifæri til að huga að húðheilbrigði. Meginstefnan er að færa viðskiptavinum hreinar og byltingakenndar húðvörur sem henta öllum húðgerðum. Allar vörur frá 28 GLOW hafa verið í prufuferli í nokkurn tíma. Bæði til að skilja hvernig innihaldsefnin virka og til að athuga hvort vörunar standist gæðakröfur. Þetta er leið til að tryggja viðskiptavinum okkar bestu vörurnar. Boðskapurinn á bak við 28 GLOW byggir á einlægni, faglegri og persónulegri þjónustu.