
Kóreönsk Húðumhirðu Skref
Share
Það er bæði falleg og róandi athöfn að gefa sér tíma til að staldra við og huga að sjálfum sér. Hvort sem það er róleg morgunstund eða streitulosandi kvöldstund eftir langan vinnudag. Við getum alltaf gefið okkur þessar friðsælu stundir til að hugsa vel um húðina. Velferð okkar liggur í núinu sem við getum tileinkað okkur af heilum hug, ef viljinn er fyrir hendi.
Húðrútínuskref eru einmitt hönnuð til að veita styrkjandi vörn fyrir húðina í áttina að heilbrigðari og ljómandi húð. Einnig geta þau dregið úr öldrunareinkennum og veitt líflegra og unglegra yfirbragð. Heilbrigð húð lítur alltaf vel út vegna getu hennar til að vernda húðina fyrir utanaðkomandi áreiti. Hér fyrir neðan finnur þú húðumhirðuskref sem hægt er að fara eftir.
1. Hreinsiolía & Hreinsismyrsl & Hreinsimjólk
Leysir upp farða, sólarvörn og mengun sem situr á húðinni eftir daginn. Eykur rakastig húðarinnar með vítamínum og nærandi innihaldsefnum. Viðheldur rakastigi í jafnvægi og þurrkar ekki húðina. Hentar öllum húðgerðum, þar á meðal þeim allra viðkvæmustu. Hreinsun er nauðsynleg sem fyrsta skref í húðumhirðu.
2. Tóner
Andlitstóner er hluti af hreinsunarferlinu en hann er einnig mikilvægur til að gefa húðinni aukinn raka og undirbúa hana fyrir næstu skref. Sumir tónerar geta komið jafnvægi á pH-sýrustig og dregið úr roða og flögnun.
3. Serum & Essence
4. Augnkrem
5. Olíur
6. Andlitskrem - Rakakrem
7. Sólarvörn á daginn
8. Á kvöldin 🌙
₊˚ʚ ᗢ₊˚✧ ゚. ⋆。☾゚。⋆。 ゚☾ ゚。⋆ ₊˚ʚ ᗢ₊˚✧ ゚
Kóreanskar húðvörur sameina oft mörg góð og nauðsynleg innihaldsefni í einni vöru. Á annasömum dögum er hægt að stytta sér leið á morgnana með því að nota rakakrem undir sólarvörn. Á kvöldin er hægt að setja beint serum á sig og síðan næturkrem. Allar sólarvarnirnar okkar innihalda mörg góð, rakagefandi og verndandi innihaldsefni. Flest þeirra innihalda virka efnið níasínamíð og hýalúrónsýru með bestu virknina.