Velja húðvörur sem henta þinni húð

Velja húðvörur sem henta þinni húð

Húðin hefur margþættum hlutverkum að gegna. Hún ver okkur frá ytra umhverfisáreiti, losar líkamann við svita og kemur í veg fyrir vövkatap. Húðin er einnig skynfæri, hún getur hitastillt eftir aðstæðum og framleiðir D-vítamín með hjálp sólarinnar. Það er nauðsynlegt að veita húðinni það sem hún þarf til þess að geta starfað og uppfyllt það hlutverk sem hún hefur að gegna.

Áður en byrjað er á húðrútínunni er mikilvægt að gera sér grein fyrir hvaða vandi er fyrir hendi og hvar áherslan liggur. Það eru nokkur atriði sem er gott að hafa í huga þegar kemur að því að velja húðvörur sem henta þinni húð. Í fyrsta lagi er að taka eftir í hvaða aðstæðum og umhverfi húðin þrífst hverju sinni. Í öðru lagi, að gera sér grein fyrir því að húðin getur farið úr jafnvægi vegna árstíða- og veðurfarsbreytinga. Gott er að undirbúa og vernda húðina fyrir þessum breytingum með vörum sem henta. Æskilegt er að nota ekki sömu húðvörunar á sumrin og á veturna. Á sumrin er gott að nota léttari húðvörur, en á veturna þurfum við meiri raka og fitu í húðrútínuna.

Lykilinn að fallegri húð er þolinmæði, regluleg húðrútína með vörum sem innihalda góð innihaldsefni. Gott væri að halda sig við sömu vörurnar í 4-6 vikur.

Vert er að taka það fram að höfundur er áhugamaður um húðheilbrigði og húðumhirðu vegna síns eigin húðvanda en er ekki húðlæknir að mennt. Ef þú ert í miklum erfiðleikum með húðina þína mælum við alltaf eindregið með því að leita til læknis eða annarra fagaðila. 

Aftur á bloggið