SKILMÁLAR

Ábyrgð

Pöntun er afgreidd þegar greiðsla hefur borist og um leið fær kaupandinn staðfestingu í tölvupósti. Réttur er áskilinn til að staðfesta pantanir símleiðis í undantekningartilfellum. Allar sendingar eru sendar með Dropp sendingarþjónustu og gilda afhendingar- og ábyrgðarflutningsskilmálar Dropps um afhendingu pakkanna. 28 GLOW ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem getur orðið í flutningsferlinu. Verði vara fyrir tjóni frá því hún er send frá 28 GLOW til viðkomandi viðskiptavina er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Skilaréttur

Almennur skilafrestur á vörum er innan 14 daga frá kaupdeginum. Varan þarf að vera í góðu standi í upprunalegum umbúðum. Vara með innsigli þarf að vera innsigluð eins og þegar keypt var. Neytandi skal vera ábyrgur fyrir þeirri rýrnun á verðgildi vöru sem stafar af meðferð varanna í samræmi við 4. mgr. 22. gr. laga nr. 16/2016. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að vera til staðar. Endurgreiðsla mun eiga sér stað þegar ofangreind skilyrði eru uppfyllt og varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurkræf og endursendingakostnaður er á kostnað kaupanda.

Uppseldar vörur

Ef varan er uppseld þá býðst kaupanda að bíða þangað til varan fæst aftur á lager eða að fá vöruna endurgreidda.

Gallaðar vörur

Ef um gallaða vöru er að ræða skal hafa samband um leið í tölvupósti info@28glow.is og kaupanda verður afhent ný vara.

Afhendingarmáti

Innanlandssendingar með Dropp-sendingarþjónustu eru að jafnaði tveir virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðslan er frágengin. Kaupandinn fær sms-skeytið þegar sendingin verður keyrð út. Með Dropp-sendingarþjónustu er hægt að fá vöruna samdægurs ef pöntun berst fyrir kl. 08:00 til 28 GLOW á virkum dögum. Kaupandi getur sótt sendinguna á valinn Droppstað eftir kl. 17:00 en heimsendar sendingar með eru á milli kl. 18 og 22 (alla daga á höfuðborgarsvæðinu en einungis virka daga annars staðar). Gætið þess að allar upplýsingar séu rétt útfylltar við innkaupin til að tryggja að vörurnar skili sér til kaupanda.

Sendingarkostnaður

28 GLOW sendir hvert á land sem er og sendingarkostnaður bætist við pöntun áður en greiðsla fer fram. Frí heimsending er ef verslað er fyrir 19.000 kr. eða meira. 

Verð

Allt verð inn á netverslun 28 GLOW er felur í sér 24% VSK. Verð eru birt með fyrirvara um prentvillu eða myndbrengl og áskilur 28 GLOW sér rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt [rangt hvað?] verið gefið upp. Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara vegna verðbreytinga birgja og það verð gildir sem var í gildi þegar pöntunin var gerð og kemur fram á pöntunarstaðfestingu.

Innihaldslýsingar

Innihaldslisti er birtur með fyrirvara um innsláttarvillu og/eða ef breytingar hafa átt sér stað frá framleiðanda. Hafið samband fyrir uppfærðum innihaldslista hverju sinni.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda að allar upplýsingar sem gefnar eru upp við viðskiptin séu bundnar trúnaði og ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Lög um varnaþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Komi upp mál eða ágreiningur á grundvelli ákvæða og skilmála skal það rekið fyrir Héraðsdómi Suðurlands.