Það er bæði falleg og róandi athöfn að gefa sér tíma til að staldra við og huga að sjálfum sér. Hvort sem það er róleg morgunstund eða streitulosandi kvöldstund eftir langan vinnudag. Við getum alltaf gefið okkur þessar friðsælu stundir til að hugsa vel um húðina. Velferð okkar liggur í núinu, sem við getum tileinkað okkur af heilum hug, ef viljinn er fyrir hendi.
Húðrútína skref eru einmitt hönnuð til að veita styrkjandi vörn fyrir húðina í áttina að heilbrigðari og ljómandi húð. Einnig geta þau dregið úr öldrunareinkennum og veitt líflegra og unglegra yfirbragð. Heilbrigð húð lítur alltaf vel út vegna getu hennar til að vernda húðina fyrir utanaðkomandi áreiti. Hér fyrir neðan finnur þú húðumhirðu skref sem hægt er að fara eftir.
1. Hreinsiolía & Hreinsismyrsl & Hreinsimjólk
Leysir upp farða, sólarvörn og mengun sem situr á húðinni eftir daginn. Eykur rakastig húðarinnar með vítamínum og nærandi innihaldsefnum. Viðheldur rakastigi í jafnvægi og þurrka ekki húðina. Hentar öllum húðgerðum þar á meðal þeim allra viðkvæmustu. Hreinsun er nauðsynleg sem fyrsta skref í húðumhirðu.
2. Tóner
Andlitstóner er hluti af hreinsunarferlinu en hann einnig mikilvægur til að gefa húðina aukinn raka og undirbúa hana fyrir næstu skref. Sumir tónerar geta komið jafnvægi á pH sýrustig og dregið úr roða og flögnun.
3. Serum & Essence
Serum og essence eru töfra efni í húðrútínunni og er þetta ómissandi skref á ákveðin svæði húðarinnar sem eru til vandræða eða mættu vera betri. Serum fer djúpt inn í húðina og veitir henni það sem hún þarf til að vera frískleg og heilbrigð. Essence er hins vegar meira til að að flýta fyrir endurnýjun húðfrumna og endurheimtir raka í þær. Essence skilur húðina eftir sléttari og stinnari.
4. Augnkrem
Augnkrem er endurnærandi og er góð til að viðhalda raka og draga úr þrota. Augnkrem sléttir húðina og dregur úr dökkum baugum. Mikill ávinningur fæst með því að byrja snemma að koma í veg fyrir frekari fínar línur þegar húðin eldist.
5. Olíur
Olíur veita djúpan og varanlegan raka. Með nærandi innihaldsefnum gefa andlitsolíur húðinni fyllingu og aukinn teygjanleika til að viðhalda mýkt og jafnvægi á rakastigi. Andlitsolíur draga úr sýnileika fínna lína og hrukkna.
6. Andlitskrem - Rakakrem
Rakakrem veitir húðinni raka og innsiglar allar vörur í ofantöldum skrefum í húðinni ásamt því að verja hana gegn umhverfisáhrifum.Það kemur einnig í veg fyrir þurrk, of mikla fituframleiðslu og vatnstap. Rakakrem er ómissandi skref í húðrútínu fyrir húðheilbrigði.
7. Sólarvörn á daginn
Á daginn er nauðsynlegt að setja á sig sólarvörn! Sérstaklega þegar verið er að nota vörur sem innihalda meðal annars ávaxtasýrur til að að halda húðinni heilbrigðri og ljómandi.
8. Á kvöldin 🌙
Geturðu slakað á og leyft galdrinum að vinna sína vinnu. Besta virknin fæst með því að byrja á húðrútínunni 1-2 tíma fyrir svefn til að forðast húðvöru klessu á koddanum.
₊˚ʚ ᗢ₊˚✧ ゚. ⋆。☾゚。⋆。 ゚☾ ゚。⋆ ₊˚ʚ ᗢ₊˚✧ ゚
Kóreanskar húðvörur sameina oft mörg góð og nauðsynleg innihaldsefni í einni vöru. Á annasömum dögum er hægt að stytta sér leið á morgnanna með því að nota rakakremi undir sólarvörn. Á kvöldin er hægt að setja beint serum á sig og síðan næturkrem. Allar sólarvarnirnar okkar innihalda mörg góð, rakagefandi og verndandi innihaldsefni. Flest þeirra innihalda virka efnið níasínamíð og hýalúrónsýru með bestu virknina.
Vert er að taka það fram að höfundur er áhugamaður um húðheilbrigði og húðumhirðu vegna síns eigin húðvanda en er ekki húðlæknir að mennt. Ef þú ert í miklum erfiðleikum með húðina þína mælum við alltaf eindregið með því að leita til læknis eða annarra fagaðila.