Safn: Þurr Húð
Eitt algengasta einkenni þurrar húðar er sú tilfinning að húðin sé allt of þétt og jafnvel hörð á yfirborðinu. Þessi húðgerð er með litlar svitaholur vegna of lítillar fituframleiðslu og þar af leiðandi þjáist hún af fituskorti.
Þurr húð getur verið viðkvæm og brugðist illa við þurru og köldu loftslagi (sem einkennir hina íslensku veðráttu). Með tímanum þróar hún einnig með sér fínar línur vegna of mikils rakaskorts. Þurr húð þolir illa sterk og virk innihaldsefni.
Þessi húðgerð er ekki tímabundið ástand, heldur er hún almennt talin varanlegt ástand. Helsta einkenni þurrar húðar er áferð hennar. Vegna þurrks á milli húðlaganna verður húðin þurr og flagnar. Dauðar húðfrumur safnast saman á yfirborðinu sem gerir húðina grófa og sprungna og jafnvel svolítið leðurkennda.
Góð ráð fyrir þurra húð er að bæta við miklum raka, með mildum innihaldsefnum, við húðumhirðuna eins og hýalúrónsýru (hyaluronic acid), glýseríni (glycerin) og pantenóli (panthenol). Jójóbaolía, squalane-olía og shea-smjör geta gert undur fyrir þurra húð. Gott er að nota mildan húðhreinsi en ekki freyðandi hreinsi. Nauðsynlegt er að nota olíuhreinsi til að auka rakastig húðarinnar og losna þannig við dauðar húðfrumur, þá er mun auðveldara fyrir innihaldsefnin að komast inn í húðina. Til að fá djúpraka er best að þerra húðina létt eftir andlitsþvott og sturtu en alls ekki þurrka hana alveg.
Besta vörnin gegn þurri húð er að bera á sig krem daglega þegar húðin er rök. Þannig getur kremið náð dýpra inn í húðina og gefið henni enn meiri raka. Bætiefni eins og ómega-3 fitusýrur sem má til dæmis finna í lífrænni hampolíu eða hörfræolíu eru einstaklega góðar fyrir þau sem þjást af húðþurrki.
Forðast skal húð- og snyrtivörur sem innihalda alkóhól eins og ethanol, methanol, ethyl alcohol, denatured alcohol, isopropyl alcohol, SD alcohol, and benzyl alcohol. En gott er að muna að cetearyl, stearyl, cetyl og behenyl (mismunandi tegundir alkóhóls) eru til bóta.
Vert er að taka það fram að höfundur er áhugamaður um húðheilbrigði og húðumhirðu vegna síns eigin húðvanda en er ekki húðlæknir að mennt.
Ef þú ert í miklum erfiðleikum með húðina þína mælum við alltaf eindregið með því að leita til læknis eða annarra fagaðila.
Hér fyrir neðan finnur þú mildar og góðar vörur fyrir þurra húð
-
Uppselt
Benton Let's Carrot Multi Oil
Venjulegt verð 4.999 ISKVenjulegt verðEiningaverð / áUppselt -
Uppselt
Purito Plainet Squalene Oil
Venjulegt verð 5.290 ISKVenjulegt verðEiningaverð / áUppselt -
Uppselt
Hyggee Relief Chamomile Mist
Venjulegt verð 6.560 ISKVenjulegt verðEiningaverð / áUppselt -
SIORIS Fresh Moment Cleansing Oil
Venjulegt verð 4.599 ISKVenjulegt verðEiningaverð / á -
MELIXIR Vegan Lip Butter with Agave
Venjulegt verð 2.499 ISKVenjulegt verðEiningaverð / á -
Purito SEOUL Wonder Releaf Centella Toner Unscented Mini 30 ml
Venjulegt verð 1.999 ISKVenjulegt verðEiningaverð / á -
ANUA Peach 77% Niacin Enriched Cream 50 ml
Venjulegt verð 4.599 ISKVenjulegt verðEiningaverð / á -
ANUA Peach 77% Niacin Essence Toner
Venjulegt verð 4.199 ISKVenjulegt verðEiningaverð / áUppselt -
Mixsoon Bean Essence
Venjulegt verð 3.999 ISKVenjulegt verðEiningaverð / á0 ISKSöluverð 3.999 ISK -
Anua Peach 77 Niacin Conditioning Milk
Venjulegt verð 4.999 ISKVenjulegt verðEiningaverð / á -
Hyggee Relief Chamomile Cream with Flower Extract & Hyaluronic Acids
Venjulegt verð 5.999 ISKVenjulegt verðEiningaverð / á0 ISKSöluverð 5.999 ISKUppselt -
SIORIS Let Me Fresh Foam Cleanser
Venjulegt verð 4.399 ISKVenjulegt verðEiningaverð / á -
SIORIS Cleanse Me Softly Milk Cleanser
Venjulegt verð 4.999 ISKVenjulegt verðEiningaverð / áUppselt -
SIORIS Drops Of Omija Calming Mist
Venjulegt verð 6.199 ISKVenjulegt verðEiningaverð / á -
Calming serum: Green tea + Panthenol
Venjulegt verð 3.890 ISKVenjulegt verðEiningaverð / á -
ANUA Peach 7O Niacin Serum 70%
Venjulegt verð 4.199 ISKVenjulegt verðEiningaverð / á