Farðu í vöruupplýsingar
1 af 7

28glow.is

Purito Wonder Releaf Centella Toner Unscented

Purito Wonder Releaf Centella Toner Unscented

Venjulegt verð 6.540 ISK
Venjulegt verð Söluverð 6.540 ISK
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.

Einn af bestu tónerunum. Mildur og rakagefandi Centella Asiatica. Endurheimtir og viðheldur rakastigi húðarinnar. Róar ertingu og roða í húðinni. Styrkir og gefur sléttari áferð. 

Centella Asiatica 

  • Inniheldur þrjú virk efnasambönd
  • Eykur kollagenframleiðslu og teygjanleika 
  • Bakteríudrepandi, græðandi og dregur úr húðbólgum
  • Mikill ávinningur fyrir húðkvillum eins og exemi, psoriasis og rósroða

Pantenól 

  • Er virkt innihaldsefni sem breytist í B-vítamín þegar borið er á húðina
  • Panþenól er milt innihaldsefni, þekkt fyrir að veita öflugu raka og vernd fyrir húðina
  • Nærir og sefar ertingu. Er rakagefandi og dregur úr bólgum og roða

Trehalósa (Trehalose)

  • Dregur úr þurrki innan frá og kemur í veg fyrir rakatap 
  • Veitir húðinni ljóma og slétta áferð 
  • Verndar húðina gegn sindurefnum af völdum útfjólublárra geilsa mengunar og gegn oxunarskemmdum (sindurefnigeta gert húðina veikari og valdið ótímabærri öldrun)

Allantoín (Allantoin)

  • Öflugt efni til meðhöndla og koma í veg fyrr kláða, ertingu og flögnun 
  • Heilandi fyrir húðbruna eftir geislameðferð
  • Mýkir húðina, veitir mikinn raka og bætir áferð húðarinnar

Natríumhýalúrónat (Sodium Hyaluronate)

  • Bætir getu húðarinnar til að halda í vatn og minnka kollagen tap
  • Kemur í veg fyrir rakauppgufun og endurheimtir rakajafnvægi

Arginín (Arginine)

  • Hefur róandi áhrif og getur gert við sjáanlegar húðskemmdir 
  • Getur aukið andoxunarvirkni og gefið húðþekju raka 
  • Örvar kollagenframleiðslu og verndar gegn skaða frá sindurefnum og ótímabærri öldrun.

Áhugaverðar Staðreyndir - Arginín (Arginine) er eitt af 20 amínósýrum sem eru notaðar til að smíða prótín í öllum lífverum, manninum, dýrum, plöntum og örverum. Eins og orðið er vel þekkt í dag er það erfðaefnið (DNA - RNA) sem stjórnar því hvernig þessum 20 amínósýrym er raðað saman við smíði prótínanna (Vísindavefurinn, 2000).

Centella Asiatica er þekkt fyrir græðandi jurti og er nefnd sem „tígrísgras". Vísar í goðsögnina þar tígrísdýrin velta sér um í grasinu til að græða sár sín. 

Gott að vita - Mikilvægt skref í húðrútínunni sem undirbúningur fyrir serumið. Tónerinn er einstaklega góður fyrir þurra húð og viðkvæmar húðgerðir. Hentar öllum sem vilja stuðla að húðheilbrigði. Nuddið gætilega og þrýstið varlega inn í húðina. Endurtakið ef þörfin er á. Sérstaklega þegar húðin er undir álagi sólarinnar eða kulda.

200 ml

InnihaldsefniWater, Butylene Glycol, Pentylene Glycol, Dipropylene Glycol, 1,2-Hexanediol, Centella Asiatica Extract(6,000ppm), Sodium Hyaluronate, Panthenol, Madecassoside, Asiaticoside, Madecassic Acid, Asiatic Acid, Trehalose, Carbomer, Allantoin, Arginine, Ethylhexylglycerin, Disodium EDTA, Portulaca Oleracea Extract

 

Skoða allar upplýsingar