Farðu í vöruupplýsingar
1 af 7

28glow.is

Purito Wonder Releaf Centella Toner Unscented

Purito Wonder Releaf Centella Toner Unscented

Venjulegt verð 6.540 ISK
Venjulegt verð Söluverð 6.540 ISK
Útsala Uppselt
Translation missing: is.products.product.taxes_included

Einn af bestu tónerunum. Mildur og rakagefandi Centella Asiatica. Endurheimtir og viðheldur rakastigi húðarinnar. Róar ertingu og roða í húðinni. Styrkir og gefur sléttari áferð. 

Centella Asiatica 

  • Inniheldur þrjú virk efnasambönd
  • Eykur kollagenframleiðslu og teygjanleika 
  • Bakteríudrepandi, græðandi og dregur úr húðbólgum
  • Mikill ávinningur fyrir húðkvillum eins og exemi, psoriasis og rósroða

Pantenól 

  • Er virkt innihaldsefni sem breytist í B-vítamín þegar borið er á húðina
  • Panþenól er milt innihaldsefni, þekkt fyrir að veita öflugu raka og vernd fyrir húðina
  • Nærir og sefar ertingu. Er rakagefandi og dregur úr bólgum og roða

Trehalósa (Trehalose)

  • Dregur úr þurrki innan frá og kemur í veg fyrir rakatap 
  • Veitir húðinni ljóma og slétta áferð 
  • Verndar húðina gegn sindurefnum af völdum útfjólublárra geilsa mengunar og gegn oxunarskemmdum (sindurefnigeta gert húðina veikari og valdið ótímabærri öldrun)

Allantoín (Allantoin)

  • Öflugt efni til meðhöndla og koma í veg fyrr kláða, ertingu og flögnun 
  • Heilandi fyrir húðbruna eftir geislameðferð
  • Mýkir húðina, veitir mikinn raka og bætir áferð húðarinnar

Natríumhýalúrónat (Sodium Hyaluronate)

  • Bætir getu húðarinnar til að halda í vatn og minnka kollagen tap
  • Kemur í veg fyrir rakauppgufun og endurheimtir rakajafnvægi

Arginín (Arginine)

  • Hefur róandi áhrif og getur gert við sjáanlegar húðskemmdir 
  • Getur aukið andoxunarvirkni og gefið húðþekju raka 
  • Örvar kollagenframleiðslu og verndar gegn skaða frá sindurefnum og ótímabærri öldrun.

Áhugaverðar Staðreyndir - Arginín (Arginine) er eitt af 20 amínósýrum sem eru notaðar til að smíða prótín í öllum lífverum, manninum, dýrum, plöntum og örverum. Eins og orðið er vel þekkt í dag er það erfðaefnið (DNA - RNA) sem stjórnar því hvernig þessum 20 amínósýrym er raðað saman við smíði prótínanna (Vísindavefurinn, 2000).

Centella Asiatica er þekkt fyrir græðandi jurti og er nefnd sem „tígrísgras". Vísar í goðsögnina þar tígrísdýrin velta sér um í grasinu til að græða sár sín. 

Gott að vita - Mikilvægt skref í húðrútínunni sem undirbúningur fyrir serumið. Tónerinn er einstaklega góður fyrir þurra húð og viðkvæmar húðgerðir. Hentar öllum sem vilja stuðla að húðheilbrigði. Nuddið gætilega og þrýstið varlega inn í húðina. Endurtakið ef þörfin er á. Sérstaklega þegar húðin er undir álagi sólarinnar eða kulda.

200 ml

InnihaldsefniWater, Butylene Glycol, Pentylene Glycol, Dipropylene Glycol, 1,2-Hexanediol, Centella Asiatica Extract(6,000ppm), Sodium Hyaluronate, Panthenol, Madecassoside, Asiaticoside, Madecassic Acid, Asiatic Acid, Trehalose, Carbomer, Allantoin, Arginine, Ethylhexylglycerin, Disodium EDTA, Portulaca Oleracea Extract

 

Skoða allar upplýsingar